Arena sundföt og sundvörur hafa verið órjúfanlegur hluti af sundmenningu Íslendinga í fjölda ára, rétt eins og vörur frá Speedo. Á síðari árum hefur Arena sundfatamerkið notið sífellt meiri vinsælda sökum gæða, þæginda og góðrar endingar.
Við hjá Ludus.is bjóðum upp á fjölbreytt úrval af Arena sundfötum fyrir börn, konur og karla sem sameina gæði, þægindi og stílhreina hönnun.
Sundlaugarmenning er órjúfanlegur hluti af íslensku samfélagi, þar sem um 79% fullorðinna Íslendinga sækja reglulega sundlaugar landsins. Á Íslandi eru yfir 160 sundlaugar, sem eru opnar allt árið um kring sem er eflaust algjört einsdæmi á heimvísu miðað við höfðatölu. Að auki njóta staðir eins og Bláa Lónið, Sky Lagoon, Hvammvík Skógarböðin, Krauma og Giljaböðin sífellt meiri vinsælda og ekkert lát virðist vera á opnun nýrra baðlóna og heilsulinda.
Að auki eru fleiri þúsundir Íslendinga sem æfa sund eða stunda það sér til heilsubóta.
Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikilvægt að eiga hágæða sundfatnað sem uppfyllir þarfir allra fjölskyldumeðlima sem og að geta leitað til réttu aðilanna varðandi úrval og til að hljóta góða þjónustu.
Og það er einmitt það sem við hjá Ludus.is höfum að markmiði: gæði, þægindi, góð ending og frammúrskarandi þjónusta og hraðar afhendingar.
Saga Arena
Arena var stofnað árið 1973 af Horst Dassler, syni Adi Dassler sem stofnaði Adidas. Markmið Arena var frá upphafi að framleiða hágæða sundfatnað fyrir íþróttafólk og almenning. Í gegnum árin hefur Arena þróast í að vera eitt af leiðandi vörumerkjum í sundheiminum, þekkt fyrir nýsköpun og gæði.
Vistvæn framleiðsla
Arena leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni í framleiðslu sinni. Arena hefur innleitt vistvænar framleiðsluaðferðir sem draga úr umhverfisáhrifum, svo sem með því að nota endurunnið efni og lágmarka vatns- og orkunotkun í framleiðsluferlinu. Svo þú getir notið hágæða sundfatnaðar með góðri samvisku gagnvart umhverfinu. Mjög ítarlegar upplýsingar um vistvæna framleiðslu er að finna á vefsíðu Arena.
Gæði og ending í hverjum þræði
Arena er þekkt fyrir að framleiða sundfatnað úr efnum sem standast mikið álag, eins og þekkist í sundlaugum á Íslandi með miklu magni hreinsiefna.
Fjölbreytt úrval fyrir alla aldurshópa
-
Konur: Við bjóðum upp á sundboli, bikiní og tankiní í ýmsum sniðum og litum, sem henta bæði í afslöppun og æfingar.
-
Karlar: Sundbuxur og sundskýlur sem eru hannaðar með þægindi og hreyfanleika í huga, fullkomnar fyrir í sundlaugina, á ströndina eða spa-ið.
-
Börn: Sundbolir, sundbuxur og sundbleyjur í skemmtilegum litum og mynstrum, sem tryggja að yngstu fjölskyldumeðlimirnir njóti sín í lauginni.
Sundvörur fyrir fullkomna upplifun
Til að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur og gera sundferðinar enn ánægjulegri bjóðum við einnig upp á úrval af sundgleraugum, sundhettum og öðrum aukahlutum frá Arena, sem auka þægindi og afköst í vatninu.
Heimsæktu okkur á Ludus.is eða í verslun okkar á Hverfisgötu 34
Komdu við í verslun okkar eða skoðaðu vefverslunina til að finna fullkomin sundföt og búnað fyrir næstu ferð í sundlaugina, í Bláa Lónið, Sky Lagoon, spa-ið eða heita pottinn í sumarbústaðnum.. Við bjóðum upp á fríar sendingar á pöntunum yfir 15.000 kr.
-
Arena sundföt fyrir konur
-
Arena sundföt fyrir karla
-
Arena sundföt fyrir börn
-
Arena sundvörur
Með því að velja Arena sundföt frá Ludus.is ertu að fjárfesta í gæðum, þægindum og stíl sem mun fylgja þér í öllum þínum vatnaævintýrum.
Hér getur þú lesið meira um: ARENA sundföt og sundvörur
Skildu eftir komment
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.