Vöruskil
Almennur skilafrestur á vörum er fjórtán dagar og viðskiptavinur getur ávallt skipt út vöru sem ekki hefur passað. Undantekning frá 14 daga skilafresti eru útsöluvörur sem fæst almennt ekki skilað og vörur sem keyptar hafa verið sem jólagjafir en þá framlengjum við skilafresti sem er þá almennt til 6. janúar. Við endurgreiðum vörur sem skilað er innan fjórtán daga ef varan passar þér alls ekki.
Til þess að skila vöru er best að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðlana okkar eða í gegnum þar til gert form á vefsíðunni okkar: Hafðu samband
Vöruskil eru háð skilmálum okkar um upprunalegt ástand vörunnar. Vöru þarf að skila með áföstum merkimiðum og í upprunalegum umbúðum. Frekari upplýsingar um vöruskil má nálgast í skilmálum okkar hér: Vöruskil